Hvernig kemstu til okkar?

Frá Húsavík: Ef þið komið keyrandi frá Húsavík fylgið þið þjóðvegi 85 eins og þið séuð að fara til Akureyrar. Við erum u.þ.b. 28 km frá Húsavík, austan megin við Skjálfandafljótsbrúna. Þið beygið til vinstri um 1 km áður en þið komið að brúnni. Þið ættuð að sjá hótelskiltið við afleggjarann.

Frá Akureyri: Ef þið eruð að koma í átt frá Akureyri fylgið þið þjóðvegi 85 eins og þið séuð að aka til Húsavíkur. Eftir að hafa farið yfir Skjálfandafljótsbrúna keyrið þið u.þ.b. 1 km og eruð þá komin að afleggjanum upp að hótelinu.

Frá Mývatni: Ef þið eruð á leið frá Mývatni fylgið þið þjóðvegi 1 eins og þið séuð að keyra til Akureyrar. Þið keyrið framhjá Goðafossi og eftir um 5 km beygið þið til hægri inn á þjóðveg 85 og fylgið honum um 17 km í átt að Húsavík.  Eftir að hafa farið yfir Skjálfandafljótsbrúna keyrið þið u.þ.b. 1 km og eruð þá komin að afleggjanum upp að hótelinu.

Við viljum endilega heyra í ykkur

Ef þið viljið koma einhverju á framfæri varðandi dvöl ykkar hjá okkur, bæði jákvætt og neikvætt, þætti okkur vænt um að heyra frá ykkur. Við viljum að gestum okkar líði vel og reynum stöðugt að bæta þjónustu okkar.

    Nafn (þarf að fylla út)

    Netfang (þarf að fylla út)

    Efni

    Skilaboð