Markmið Hótel Rauðuskriðu eru að:

  • vinna stöðugt að því að nærumhverfi hótelsins sé hreint og aðlaðandi.
  • styðja við verndun svæða með menningarlegt- og/eða náttúrulegt mikilvægi.
  • minnka mengun með því að minnka sóun á hlutum, t.d. með endurnýtingu og endurvinnslu.
  • tryggja að frárennslisvatn hafi ekki mengandi áhrif á umhverfið.
  • nýta endurvinnanlegar auðlindir í starfseminni.
  • stunda „græn“ (vistvæn, lífræn, umhverfisvæn) innkaup.
  • leitast stöðugt eftir nýrri þekkingu varðandi umhverfismál og upplýsa starfsfólk um slík mál.
  • virkja gesti í umhverfisvernd, með upplýsingum, reglum og ábendingum.
  • styrkja samstarf okkar með yfirvöldum og öðrum fyrirtækjum og íbúum svæðisins.
  • leitast við að uppfylla lög og reglugerðir er varða umhverfið.
  • leitast stöðugt við að bæta okkur í því sem snýr að framkvæmdum og þjónustu með það að markmiði að draga úr óafturkræmum áhrifum á umhverfið.