Hótel Rauðaskriða
- skuldbindur sig til að tryggja heilsu og öryggi allra viðeigandi svo sem starfsfólks, verktaka og gesti eftir fremsta megni.
- uppfyllir öll lög og reglugerðir er snúa að heilsu og öryggi.
- starfar samkvæmt stöðlum, reglum og öðru sem gefið er út af Vinnueftirlitinu.
- framkvæmir áhættugreiningar þar sem það á við um starfsemina.
- er með virkt ferli þar sem farið er yfir allan öryggisbúnað með reglulegu millibili.
- er með virka neyðaráætlun.
- er með eftirfylgni verkferla þar sem tekið er á atvikum, „næstum því slysum“ og slysum. Með þessum hætti er farið yfir þessi atriði reglulega og viðeigandi ráðstafanir gerðar ef þörf er á til að minnka/eyða áhættu.
- þjálfar allt viðeigandi starfsfólk í þeim öryggisbúnaði og öryggisatriðum sem við á.
Starfsfólk okkar, verktakar og gestir bera einnig ábyrgð á tillitsemi og varfærni t.d. er varðar vinnu, eigin heilsu og að taka tillit til heilsu og öryggis annars fólks sem getur orðið fyrir áhrifum af gjörðum þeirra.