- Hótel Rauðaskriða leggur mikla áherslu á fyrsta flokks þjónustu gagnvart gestum sínum og öðrum viðskipavinum.
- Hótel Rauðaskriða uppfyllir öll lög og reglugerðir sem snúa að því að ná markmiðum sínum.
- Hótel Rauðaskriða er með vefsíðu þar sem hótelið og þjónusta þess er kynnt. Þessa vefsíðu skal uppfæra reglulega.
- Hótel Rauðaskriða gefur út bæklinga eftir þörfum með nýjustu upplýsingum þar sem hótelið, þjónustan o.fl. er kynnt.
- Hótel Rauðaskriða tekur þátt í svæðisbundnu samstarfi fyrirtækja í sama geira sem og öðru sambærilegu samstarfi á landsvísu.
- Skráning bókunarupplýsinga uppfyllir kröfur Hagstofu Íslands og öllum fyrirspurnum er svarað innan sólarhrings.
- Viðskiptavinir eru upplýstir um heildarverð bókunar sem og afbókunar og „no show“ skilmála.
- Hótel Rauðaskriða tekur tillit til allra upplýsinga, kannana, kvartana o.s.frv. til að bæta þjónustuna.
- Starfsfólk Hótels Rauðuskriðu er kurteist og kemur vel fram við gesti/viðskiptavini með það að markmiði að upplifun þeirra af dvölinni verði eftirminnileg á sem jákvæðastan máta.
- Hótel Rauðaskriða leitast við að ráða starfsfólk með það að markmiði að sem flest tungumál séu töluð af hótelstarfsfólkinu og bæta þannig þjónustu við gesti af mismunandi þjóðernum.
Þessi þjónustustefna er studd af starfsmannastefnu.