Hótel Rauðaskriða ræður faglært starfsfólk eða annað hæft starfsfólk til starfa á hótelinu. Sem dæmi um mikilvæg atriði við ráðningu eru; menntun, fyrri starfsreynsla í sambærilegum greinum og góð tungumálakunnátta.
Hótel Rauðaskriða uppfyllir öll lög og reglugerðir sem snúa að þessari starfsmannastefnu.
Hótel Rauðaskriða kynnir á fyrstu stigum ráðningar, réttindi og skyldur starfsfólks.
Hótel Rauðaskriða útvegar starfsfólki húsnæði sé þess þörf og einnig mat og fatnað á vinnutíma.
Hótel Rauðaskriða gerir sitt besta til að fá afsláttarkjör og frímiða hjá öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum á svæðinu, fyrir starfsfólk sitt.
Í upphafi ráðningar fer af stað skilgreint ferli sem miðar að því að samstarf starfsmanns og starfseminnar leiði til þess að markmið beggja náist.
Brugðist er við óviðeigandi hegðun eftir þörfum án tafar. T.d. hvað varðar kynferðislegt áreiti, einelti, kynþáttafordóma o.s.frv. og málið leyst ef hægt er en annars er viðkomandi starfsmanni sagt upp störfum.
Haldnir eru reglulegir starfsmannafundir þar sem mikilvæg málefni er varða reksturinn og starfsmannamál eru rædd.