unspecified-3

Hótel Rauðaskriða er eitt af fáum hótelum á Íslandi sem hefur hlotið umhverfisvottun Norræna Svansins. Þegar við fengum þessa vottun fyrst vorum við eina hótelið á Íslandi með hana. Kröfur Norræna Svansins eru mjög strangar og snúa að öllum þáttum rekstrarins.

Sem dæmi þá flokkum við allt rusl frá okkur í samtals 14 mismunandi flokka, til endurvinnslu. Við heitu pottana eru þrjár tunnur sem gestir geta notað til að taka þátt í flokkuninni með okkur. Ef þið eruð með eitthvað sem þið teljið að passi ekki í viðeigandi flokka þá endilega hafið samband við okkur og við reddum málunum.

Við notum einnig endurnýjanlegar auðlindir/orkugjafa. Til hitunar notum við hitaveituvatn sem á uppruna sinn á Hveravöllum í Reykjahverfi og rafmagnið okkar kemur frá Laxárvirkjun sem er vatnsaflsvirkjun. Með þessu drögum við úr mengun. Þetta þykir reyndar eðliegasti hlutur á Íslandi en þó eru ákveðin svæði sem notast við jarðefnaeldsneyti og meira að segja nýlegar verksmiðju á landinu, þar sem endurnýjanlegir orkugjafar eru til staðar nota jarðefnaeldsneyti svo sem kol. Þannig að það er mikilvægt að hugsa um þetta og framkvæma.

Annað dæmi um kröfur Norræna Svansins sem þarf að uppfylla er að sem mest hráefni komi úr nærumhverfi og að stutt sé við vistvænan landbúnað o.s.frv. Öll hreinsiefni okkar eru umhverfisvottuð og við notum ekki efnasambönd eins og klór eða skaðlega kælimiðla.

Árlega skilum við svo inn stöðuskýrslu til Umhverfisstofnunar þar sem skráðir eru mælikvarðar ársins t.d. orkunotkun, vatnsnotkun, magns flokkaðs og óflokkaðs úrgangs og fleira og við þurfum að vera innan fyrirfram settra marka til að fá vottunina framlengda. Það má geta þess til gamans að þegar við byrjuðum á þessu fór 16% af öllum úrgangi í óflokkað en síðustu ár hefur þetta verið 7-9%, þ.a. 91-93% af öllum úrgangi fer í flokkaðan úrgang til endurvinnslu og við erum enn að reyna að bæta okkur.