„Ákváðum að gista á Rauðuskriðu á leið okkar á Mývatn. Einstaklega fallegt umhverfi og hlýlegt viðmót eigenda. Herbergin eru rúmgóð, björt, smekkleg og mjög þrifaleg. Ekki spillir fyrir að hægt er að slaka á í heitum potti. Frábært morgunverðarhlaðborð með miklu úrvali. Mývatn, Goðafoss, Húsavík o.fl. í næsta nágrenni.“